Hrun á Wall Street

Reuters

Dow Jo­nes vísi­tal­an lækkaði um 678,91  stig í kvöld á Wall Street eða um 7,33%. Er þetta sjö­undi viðskipta­dag­ur­inn í röð sem vísi­tal­an lækk­ar. Loka­gildi henn­ar er 8579 stig og er þetta í fyrsta skipti í rúm fimm ár sem loka­gildi henn­ar fer niður fyr­ir níu þúsund stig.  

Hluta­bréf í Gener­al Motors lækkuðu um 31% og hafa ekki verið lægri síðan árið 1950. GM er eitt þeirra 30 fyr­ir­tækja sem mynda Dow Jo­nes vísi­töl­una, sam­kvæmt frétt á vef Wall Street Journal. Þar kem­ur fram að Dow Jo­nes hafi lækkað um 39% á einu ári. 

Hluta­bréf hækkuðu í verði við opn­un markaða í morg­un eft­ir að fregn­ir bár­ust að því að banda­rísk stjórn­völd myndu jafn­vel eign­ast hlut í ein­hverj­um bönk­um til að forða þeim frá gjaldþroti. Var talið að það myndi koma láns­fjár­markaðinum til hjálp­ar.

Stand­ard & Poor's 500 vísi­tal­an féll um 7,6% og Nas­daq vísi­tal­an lækkaði um 5,08%.

Gengi bréfa deCODE lækkuðu um 8,33% og eru 44 sent.

Örmagna verðbréfamiðlari á Wall Street í kvöld
Örmagna verðbréfamiðlari á Wall Street í kvöld AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK