Kanadíska bankakerfið það traustasta í heimi

Toronto í Kanada.
Toronto í Kanada. Reuters

Kanada hefur traustasta bankakerfið í heiminum, en fast á hæla þess koma Svíþjóð, Lúxemborg og Ástralía, samkvæmt könnun sem gerð var á vegum World Economic Forum. Breska bankakerfið er komið niður í 44. sæti, á eftir El Salvador og Perú.

Bandaríkin eru í 40. sæti á lista WEF, rétt á eftir Þýskalandi, sem er í því 39. Listinn er byggður á skoðanakönnun meðal framkvæmdastjóra, sem gáfu bönkum einkunn á bilinu 1,0 (sem þýddi að bankinn væri kominn í þrot og kynni að þurfa ríkisaðstoð) til 7,0 (sem þýddi að bankinn væri vel rekinn).

Kanadískir bankar fengu að meðaltali einkunnina 6,8, sænskir 6,7, lúxembúrgískir 6,7, ástralskir 6,7 og danskir einnig 6,7.

Neðst á listanum, með óstraustasta bankakerfið, eru Alsír, Líbýa, Lesotho, Kýrgistan, Argentína og Austur-Tímor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK