Milljarðar í súginn

Eign fjögurra lífeyrissjóða í Kaupþingi nam tæpum 50 milljörðum króna, ef miðað er við gengi bréfa bankans á föstudag, síðasta daginn sem viðskipti áttu sér stað með hluti í Kaupþingi. Við þjóðnýtingu á bankanum má gera ráð fyrir að þessi eign sé töpuð.

Lífeyrissjóðir Bankastræti áttu 16,1 milljarð, Lífeyrissjóður verslunarmanna 15,5 milljarða, Gildi lífeyrissjóður átti 14 milljarða og Stafir Pension Fund átti 3,9 milljarða í bankanum.

Tuttugu stærstu hluthafar í Kaupþingi áttu samtals 76,92% í bankanum og var verðmæti þessa hlutar 372,5 milljarðar króna á föstudag.

Stærsti eigandi bankans, Exista, átti 24,7% í bankanum og nemur tap félagsins tæpum 120 milljörðum króna. Þá átti Egla Invest, félag í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, 9,88% og tapar því um 48 milljörðum króna. Bróðir emírsins í Katar, sem nýlega keypti hlut í bankanum, átti um 5% í Kaupþingi og nemur fjárhagslegt tap hans 24,3 milljörðum króna.

Þá tapar Gift fjárfestingarfélag, sem stofnað var um Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, 12,5 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK