Egill Helgason vísar í bloggi sínu á Silfri Egils á nýleg skrif Carsten Valgreen yfirhagfræðings hjá Den Danske Bank,sem hann segir koma af bloggi The Financial Times þar sem rifjar upp fræga skýrslu þeirra sérfræðinga bankans og viðbrögð við henni hér á landi.
Greinin birtist undir fyrirsögninni Geyser Crises og vakti hörð viðbrögð hér á landi. Hann hafi því þurft að fara til Íslands við annan mann til að standa fyrir máli sínu, enda hefði forsætisráðherrann fordæmt skýrsluna opinberlega og bankarnir íslensku hafnað henni í yfirlýsingum. Jafnvel hafi hagfræðingurinn Frederick Mishkin verið „keyptur?“ af íslenska viðskiptaráðinu til að skrifa skýrslu um stöðugleika íslenska fjármálakerfisins sem hafi gengið í berhögg við skýrslu danska bankans.
Carsten Valgreen rifjar einnig upp í þessum skrifum sínum „allt að því brosleg atvik síðustu viku“ sem varla láti íslensk yfirvöld líta mjög traustvekjandi út.
http://www.eyjan.is/silfuregils/