Aðstoðarseðlabankastjóri Kína gagnrýndi ríkar þjóðir heims fyrir þann fjármálavanda sem nú ríður yfir heiminn allan og hvatti hann þær til að axla ábyrgð á því verkefni að hindra frekari skaða.
Yi Gang hvatti einnig Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF) til að auka eftirlit sitt með þróuðum löndum en hann sagði að þau hefðu lítinn sjálfsaga í fjármálastefnum.
Yi sagði á fundi IMF í Washington að stærri löndin með sterka gjaldmiðla ættu að axla ábyrgðina og draga úr skakkaföllum annarra landa.