Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Stjórnendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hafa komið því á framfæri við íslensk stjórnvöld, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að sjóðurinn sé reiðubúinn að veita Íslandi lán, verði deilum við Holland og Bretland vegna Icesave-reikninganna komið í farveg.

Hollensk sendinefnd kom til landsins í gær og hóf viðræður við íslensk stjórnvöld í utanríkisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að breskir embættismenn, sem komu hingað í gærkvöldi, eigi fund með íslenskum embættismönnum klukkan 9 í dag.

Taro Aso, forsætisráðherra Japans, lagði til á fundi sjö helstu iðnríkja heims í gær að Íslandi yrði komið til aðstoðar í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Shoichi Nakagawa, fjármálaráðherra Japans, sagði að Japanar væru reiðubúnir að taka forystu um að styðja lönd með því að útvega fé, að sögn Reuters. Þá sagði Shigeo Katsu, einn framkvæmdastjóra Alþjóðabankans, að vildu Rússar lána Íslandi, ættu þeir að gera það í samstarfi við IMF.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK