Stefnt á fund með Darling

Stefnt er að því að koma á fundi með Árna …
Stefnt er að því að koma á fundi með Árna Mathiesen og Alistair Darling. Reuters

„Það er verið að fara yfir stöðuna, hvernig hún er og hvaða möguleikar eru fyrir hendi," sagði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra sem er staddur á ársfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington.

Fjármálaráðherra hefur setið marga fundi og hitt ráðamenn víða að. „Ég er búinn að tala við franska fjármálaráðherrann, sænska seðlabankastjórann, varafjármálaráðherra Bandaríkjanna og fulltrúa frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og er svo að fara á fund með fulltrúa frá Alþjóðabankanum," sagði Árni í samtali við mbl.is.

Árni sagðist einnig hafa talað við fulltrúa alþjóðlegra banka frá öllum heimshornum og fulltrúa japanskra stjórnvalda sem væru afar vinveittir en sagði að umræðan væri ekki á því stigi að verið væri að ræða möguleika á að aðstoða Ísland en að verið væri að fara yfir stöðuna í heild sinni.

 Árni sagði að þegar að sérfræðinganefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem stödd er á Íslandi væri búin að fara yfir stöðu mála og hann búinn að ræða við menn á fundunum í Washington væri fyrst hægt að taka ákvarðanir um framhaldið.

 Ræddi við Rússa og stefnir á fund með Darling

Árni sagðist eiga bókaðan fund með fulltrúum bresku ríkisstjórnarinnar í dag og verið væri að skipuleggja sérstakan fund með breska fjármálaráðherranum Alistair Darling og átti hann von á að af þeim fundi geti orðið nú um helgina. 

Að lokum bætti ráðherra því við að hann hefði stuttlega rætt við rússneska fjármálaráðherrann um komandi viðræður fulltrúa landanna um hugsanlegt peningalán Rússa til Íslands en hann vildi ekki tjá sig nánar um hvað þeim fór á milli. Einungis að þeir hefðu rætt um komandi viðræður.

Árni Mathiesen er staddur í Washington.
Árni Mathiesen er staddur í Washington. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK