Þokumst nær samkomulagi við Breta

Miðar í átt að samkomulagi.
Miðar í átt að samkomulagi. mbl.is/Kristinn

Fulltrúar Íslands og Bretlands hafa komist að samkomulagi um helstu grundvallaratriði í deilunni milli landanna vegna endurgreiðslna til sparifjáreigenda hjá Icesave netbankanum og munu ræðast við frekar á næstu dögum.

 Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir:

„Fulltrúar Íslands og Bretlands áttu vinsamlegan fund í Reykjavík til að ræða sameiginleg hagsmunamál í tengslum við yfirstandandi neyðarástand á fjármálamörkuðum, með það að markmiði að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir báða aðila.

Verulegum árangri var náð um grundvallaratriði fyrirkomulags til að flýta fyrir greiðslum til sparifjáreigenda í Icesave. Fulltrúar ríkjanna ákváðu að vinna náið saman að lausn annarra viðfangsefna á næstu dögum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK