Austurrískir fjármagnseigendur og lánardrottnar áttu um þrjá milljarða evra sem lokuðust inni í íslenskum bönkum. Raffeisen Zentralbank átti megnið af þessari fjárhæð, samkvæmt því sem austurríska dagblaðið Kurier hefur eftir ónafngreindum heimildum.
Næst stærsti banki Austurríkis, Erste Bank, átti 300 milljónir evra í íslenskum bönkum og stærsti banki landsins, Bank Austria (Unicredit) átti um 100 milljónir evra hjá Íslendingum.