Áttu um þrjá milljarða evra í íslenskum bönkum

Evrur.
Evrur. Reuters

Austurrískir fjármagnseigendur og lánardrottnar áttu um þrjá milljarða evra sem lokuðust inni í íslenskum bönkum. Raffeisen Zentralbank átti megnið af þessari fjárhæð, samkvæmt því sem austurríska dagblaðið Kurier hefur eftir ónafngreindum heimildum.

Næst stærsti banki Austurríkis, Erste Bank, átti 300 milljónir evra í íslenskum bönkum og stærsti banki landsins, Bank Austria (Unicredit) átti um 100 milljónir evra hjá Íslendingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK