Evru-ríkin ræða aðgerðir

Reuters

Fjármálaráðherrar þeirra fimmtán ríkja sem eru í myntbandalagi Evrópu ætla að hittast á fundi í París í dag og leita leiða til þess að koma böndum á fjármálakreppuna og hvernig hægt verði að vinna frekar úr áætlun sjö helstu iðnríkja heims sem samþykkt var á fundi leiðtoga ríkjanna sjö í gær í Washington.

Samkomulag iðnríkjanna sjö er í fimm liðum en ríkin sjö munu beita öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot fjármálafyrirtækja með því að auka lausafé þeirra. Ríkið tryggi innistæður sparifjáreigenda og reynt að losa um fé. Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF), Dominique Strauss-Kahn, sagði í gær ríkustu þjóðum heims hefði mistekist að endurreisa traust  en um leið var hann ánægður með áætlanir iðnríkjanna sjö. Sagði hann að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn væri reiðubúinn að veita þeim ríkjum aðstoð sem á þurfa að halda. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK