Guðrún Pétursdóttir: Myndarlega vaxtalækkun strax

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Guðrún Pétursdóttir,  framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, segir að það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax, þar á meðal myndarlega vaxtalækkun og það strax. Slíkar aðgerðir verði að  framkvæma áður en hugað er að öðru. Þetta kom fram í máli Guðrúnar í Silfri Egils í dag.

Guðrún segir að ábyrðin á því hvernig staðan er nú liggi hjá mörgum, stjórnendum bankanna, bæði bankastjórum og bankaráðsmönnum sem og Seðlabankanum. Segir hún að það megi ekki gleyma því að þessi fyrirtæki hafi greitt mjög háa skatta á Íslandi og það hafi enginn hafnað því að taka við þeim skattgreiðslum.

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur að allir stjórnmálaflokkar verði að koma að því að endurreisa íslenskt viðskiptalíf. Þetta kom fram í máli Svandísar í Silfri Egils. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur, telur að nauðsynlegt sé að stór útlendur banki eða bankar verði að koma að uppbyggingu íslensku bankanna. 

Hann óttast að þeim verði skipt á milli Samfylkingarinnar og hluta Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð telur nauðsynlegt að Ísland eignist málsvara í útlöndum svo hægt sé að koma í veg fyrir að skaðinn verði meiri en annars væri. Hann segir Breta ákaflega hernaðarlega sinnaða og það sé það sem Bretar hafi gert gagnvart Íslandi. 

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist skilja vel að það veki athygli að aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jón Þór Sturluson, verði formaður bankaráðs Glitnis. Hann bendir hins vegar á að Jón Þór hafi mikla reynslu sem háskólakennari og sé með doktorspróf í hagfræði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK