Norska ríkið hefur tekið yfir rekstur dótturfyrirtækis Kaupþings í Noregi, samkvæmt tilkynningu frá norska fjármálaráðuneytinu í dag. Þetta var gert samkvæmt tillögu norska fjármálaeftirlitsins.
Kaupþing í Noregi tilkynnti á fimmtudaginn var að öllum greiðslum og úttektum í bankanum væri frestað. Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs hefur sagt að norska ríkið muni tryggja innistæður norskra viðskiptavina Kaupþings.