Ragnar: Ríkið stendur ekki undir skuldbindingum

Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson

Ragnar Önundarson, bankamaður, segir að það sé engin leið til þess að Ísland geti staðið undir öllum þeim skuldbindingum sem það stendur frammi fyrir. Því hafi hann lagt það til í grein í Morgunblaðinu í vor að bönkunum yrði skipt upp í innlenda og erlenda starfsemi.

Sagði Ragnar í Silfri Egils í dag að þjóðfélagið riði til falls og hann beri ekki mikið traust til þess unga fólks sem sitji nú við Austurvöll og tali í hringi. Hann segir óhætt að slá því föstu að fjármálaeftirlit hafi brugðist víða og ekki stöðvað þetta brjálæði sem átti sér stað.Ragnar segir að um glæfraakstur hafi verið að ræða í fjármálaheiminum og að fjárglæframenn sé gott orð um þá sem stjórnuðu ferð.

Tryggja þurfi hefðbundna bankastarfsemi á ný í landinu og spáir því að sextíu ár sé í næsta stóra áfall í íslensku fjármálalífi.

Grein Ragnars frá því í apríl

Grein eftir Þráin Eggertsson 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK