Starfsmenn keyptu Glitni í Noregi

Starfsmenn verðbréfafyrirtækis Glitnis í Noregi hafa keypt reksturinn undir forustu framkvæmdastjórans, Sveinung Hartvedt. Hann segir við Smaalenenes Avis að skipt verði um nafn á fyrirtækinu en ekki sé búið að ákveða hvað nýja nafnið verði. 

Hartvedt segir við blaðið, að síðustu dagar hafi verið mjög annasamir. Hann sagði starfi sínu sem framkvæmdastjóri Glitnir Securities lausu á föstudag og hætti jafnframt í stjórn fyrirtækisins með það fyrir augum að leiða kaup starfsmanna á fyrirtækinu. 

Hartvedt vill ekki upplýsa hvert kaupverðið sé að öðru leyti en að það sé afar sanngjarnt. Hann segir að þetta sé góð niðurstaða fyrir starfsmennina og hrósar stjórnendum Glitnis á Íslandi fyrir liðlegheit.

Um 80 manns starfa hjá Glitnir Securities og eigið fé fyrirtækisins er 200 milljónir norskra króna, jafnvirði rúmlega 3,5 milljarða íslenskra króna. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK