Baugur ræðir við sérfræðinga

Ein af verslunum House of Fraser.
Ein af verslunum House of Fraser.

Forsvarsmenn Baugs, hafa að sögn blaðsins Daily Telegraph, fengið fyrirtækið BDO Stoy Hayward til að veita ráðgjöf um endurskipulagningu fyrirtækisins.

Segir blaðið að meðal þeirra kosta, sem verið sé að skoða, sé að óska eftir greiðslustöðvun Baugs í Bretlandi. Slíkt myndi ekki hafa bein áhrif á þau fyrirtæki, sem Baugur á hlut í, svo sem verslunarkeðjuna House of Fraser. 

Blaðið hefur eftir talsmanni Baugs, að verið sé að skoða ýmsa möguleika. Viðræðurnar við BDO Stoy Hayward séu enn á frumstigi.

Blaðið hefur eftir heimildarmönnum, sem þekkja vel til, að talið sé að það kunni að flýta björgunaraðgerðum og endurfjármögnun fyrirtækja í eigu Baugs ef móðurfélagið fær greiðslustöðvun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK