Breska ríkið leggur bönkum til hlutafé

Þrír af stærstu bönkum Bretlands tilkynntu í morgun að þeir áformuðu að fá samtals um 37 milljarða punda, 7000 milljarða króna, í aukið hlutafé frá breska ríkinu. Munu breskir skattgreiðendur á eftir eiga  60% af Royal Bank of Scotland RBS og 40% í sameinuðum Lloyd's og HBOS.

Royal Bank of Scotland sagði í morgun, að hlutafé bankans yrði aukið um 20 milljarða punda. Sky fréttastofan segir, að Sir Fred Goodwin muni segja af sér sem forstjóri bankans.

Þá mun breska ríkið leggja bönkunum Lloyds TSB og HBOS PLC, sem eiga í samrunaferli, til samtals 17 milljarða punda. Sky segir, að upphaflegi samrunasamningurinn hafi nú verið lagður til hliðar og verið sé að gera nýjan.

Barclays PLC sagðist í morgun myndu auka hlutafé bankans um 6,5 milljarða punda en án aðstoðar breska ríksins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK