Bretar lána Landsbankanum

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Englandsbanki ætlar að lána Landsbankanum allt að 100 milljónir punda til þess að endurgreiða Bretum innistæður af reikningum bankans, að sögn fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling. Fram kom í máli ráðherrans á breska þinginu í dag að um skammtímalán er að ræða. Ef miðað er við skráð gengi breska pundsins á vef Seðlabanka Íslands svarar þetta til rúmlega 19 milljarða króna.

Með láninu er vonast til þess að halda starfsemi Landbankans gangandi til skamms tíma á meðan reynt er að tryggja endurgreiðslur til breskra sparifjáreigenda.  Lánið er tryggt með veðum í eignum Landsbankans

 „Englandsbanki mun í dag tryggja Landsbankanum öruggt lán til skamms tíma upp á allt að 100 milljónir punda, til þess að tryggja endurgreiðslur til breskra sparifjáreigenda," sagði Darling í breska þinginu fyrir skömmu. 

Samkvæmt frétt á vef Independent vinnur breska ríkisstjórnin náið með íslenskum stjórnvöldum  við að greiða úr kröfum breskra líknarstofnana og sveitarfélaga vegna innistæðna hjá Landsbankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK