Evrópsk hlutabréf hafa hækkað mikið í morgun frá því viðskipti hófust í fyrstu kauphöllunum klukkan 7 í morgun. Þannig hefur FTSE hlutabréfavísitalan í Lundúnum hækkað um 5,27%, DAX vísitalan í Frankfurt um 5,36% og CAC vísitalan í París um 5,48%.
Sömu sögu er að segja af Norðurlöndunum. Vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur hækkað um 6,5%, í Kaupmannahöfn um 7%, Helsinki 4,9% og í Ósló um 7%.