Gengi bréfa bankanna 0 krónur

Þegar Kauphöll Íslands verður opnuð á ný á morgun verður gengi hlutabréfa bankanna þriggja, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, skráð 0 krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá OMX  Nordic Exchange í dag.

Þetta hefur verið ákveðið vegna þess að kauphöllinni hefur ekki tekist að fá fullnægjandi mat á virði bankanna frá markaðsaðilum eftir að Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur bankanna. Munu bankarnir haldast á verðinu núll í íslensku hlutabréfavísitölunum þar til annað verður ákveðið.

Engin hlutabréfaviðskipti haf verið í Kauphöll Íslands frá því á fimmtudag vegna atburðanna í íslensku fjármálalífi að undanförnu en stefnt er að því að opna fyrir viðskiptin á morgun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka