Gordon Brown tilkynnir endalok óhófs og ofurlauna

Gordon Brown tilkynnir aðgerðaráætlunin í dag.
Gordon Brown tilkynnir aðgerðaráætlunin í dag. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur lýst yfir endalokum ofurlauna í breskum fjármálaheimi samfara því að bresk stjórnvöld dældu 37 milljörðum punda af skattpeningum almennings til þriggja af stærstu bönkum Bretlands sem nú hafa verið þjóðnýttir að hluta til.

Bankarnir þrír sem gengist hafa undir neyðarfjármögnun ríkisstjórnarinnar, Royal Bank of Scotland, HBOS og Lloyds, hafa gengist undir þau skilyrði að afnema kaupauka til bankastjórna fyrir yfirstandandi ár og uppbætur í framtíðinni verði við árangur. Ekki verður heldur greiddur arður þar til forgangshlutir ríkisins hafa verið greiddir upp að fullu.

Gordon Brown segir að aðgerðirnar séu miðaðar við þau gildi sem stjórn hans standi fyrir. Ríkisstjórnin, hann sjálfur og að hans mati þjóðin öll hafi að leiðarljósi sanngjarna umbun fyrir mikla vinnu, framtakssemi og frumkvæði en ekki árangursgreiðslur óábyrga framgöngu eða óhóflega áhættusækni sem almenningur þurfi síðan að greiða fyrir.

Aðgerðirnar í morgun komu fimm dögum eftir að Alistair Darling fjármálaráðherra tilkynnti um að 50 milljörðum punda af almannafé yrði varið til að aðstoða banka í erfiðleikum og 450 milljörðum punda að auki yrði varið til að liðka um laust fé og til ábyrgðar lána.

Leiðtogar evrusvæðisins svonefnda hafa fyrir sitt leyti samþykkt áþekkar aðgerðir og Angela Merkel kanslari Þýskalands staðfesti í dag að varið yrði 480 milljörðum evra til að aðstoða þarlenda banka frá þroti. Áætlunin er sniðin eftir hinni bresku leið með því að lagt er fram bæði laust fé og lánaábyrgðir.

Um leið og Merkel tilkynnti björgunarpakkann gagnrýndi hún óhóf og óráðssíu markaðarins og kallaði eftir strangara regluverki fyrir fjármálamarkaðinn. Gordon Brown var á sömu nótum í dag þegar hann hét því að þrýsta á „nýtt Bretton Woods" - fjármála- og myntkerfissamstarfið sem til varð árið 1944 og varð ríkjandi kerfi í alþjóðaviðskiptum og fjármálum eftir síðari heimstyrjöldina þar til snemma á áttunda áratugnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK