Heitir sparifjáreigendum aðstoð

Gordon Brown og Alistair Darling
Gordon Brown og Alistair Darling Reuters

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að breskir sparifjáreigendur muni fá stuðning við að innheimta inneignir sínar af reikningum Landsbankans í Bretlandi, Icesave. Segir Darling að meðal þess sem verði gert sé að veð verði tekin í eignum bankans í Bretlandi.

Á vef Sky kemur fram að heimildir séu fyrir því að bresk stjórnvöld hafi gert það miklar eignir Íslendinga upptækar að þær dugi til þess að greiða breskum sparifjáreigendum til baka innistæður sínar í bankanum.

Samkvæmt Sky eru eignir upp á fjóra milljarða punda frystar samkvæmt ákvæðum hryðjuverkalaga sem tóku gildi gagnvart Íslandi í síðustu viku. Innistæður breskra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem séu í hættu eru hins vegar um þrír milljarðar punda.

Hvatti Darling íslensk stjórnvöld til þess að horfast í augu við vandann sem ríki í fjármálakerfi landsins og grípa til aðgerða strax. Sagði hann að fljótlega verði tilkynnt um frekari aðgerðir gegn Landsbankanum sem geri breskum fyrirtækjum og einstaklingum kleift að grípa til aðgerða. Það sé gert með því að taka veð í þeim eignum sem bankinn eigi í Bretlandi.

Ríkisstjórn Íslands verður að leysa eigin vandamál og það er unnið að því, segir Darling og bætti við að íslensk stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir þeim vanda sem við blasir og að hann verði ekki leystur nema með hörðum aðgerðum. „Á meðan beðið er eftir því mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja okkar hag,” sagði Darling.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK