Lífeyrissjóðir kanna kaup á rekstri og eignum Kaupþings

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. mbl.is/Golli

Vinna er í gangi að frumkvæði stórra lífeyrissjóða við að kanna fýsileika þess að sjóðirnir komi að kaupum á eignum og rekstri Kaupþings. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, staðfesti þetta við mbl.is. 

Ekki hefur verið sent formlegt erindi til stjórnvalda um viðræður en hugsanlega gerist það á morgun.

Að sögn Þorgeirs áttu forsvarsmenn sjóðanna fund með nokkrum ráðherrum í gær þar sem hugmyndir lífeyrissjóðanna voru kynntar og hafi viðbrögð ráðherranna verið jákvæð.

Um ástæður þess að lífeyrissjóðirnir kynnu að óska viðræðna um kaupin sagði Þorgeir aðalástæðuna vera þá að gæta hagsmuna sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.

„Við teljum að mikil verðmæti  og þekking séu fólgin í Kaupþingi. Veruleg verðmæti hafa tapast en við sjáum í þessum viðskiptum möguleika til ávinnings sem kæmi sjóðfélögum lífeyrissjóðanna til góða. Hugmyndin, sem nú er unnið með, gerir ekki ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi meira en 51% aðild í kaupunum og því ljóst að fleiri fjárfestar þurfa að koma að borðinu," sagði Þorgeir.

Þorgeir Eyjólfsson.
Þorgeir Eyjólfsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK