Mesta dagshækkun Dow Jones

Dow Jones rétti úr kútnum.
Dow Jones rétti úr kútnum. Reuters

Hlutabréf réttu úr kútnum undir lok viðskiptadags á Wall Street í kvöld. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 11,08%, 936 stig sem er mesta hækkun í stigum frá upphafi og mesta hækkun í prósentum frá árinu 1933. Er vísitalan nú 9387 stig. Gengi bréfa deCODE hækkaði um 47,19% og er tæp 53 sent. 

Hlutabréf hafa hækkað mikið um allan heim í kjölfar þess að ríkistjórnir í Evrópu náðu samkomulagi um aðgerðir til að berjast gegn fjármálakreppunni.

Nasdaq hlutabréfavísitalan hækkaði um 11,81% og er  1844 stig og  Standard & Poor's hækkaði um 11,58% og er 1003 stig. 

Olíuverð hækkaði einnig á heimsmarkaði í dag þar sem fjárfestar vona að björgunaraðgerðir, sem ákveðnar voru um helgina, muni forða heiminum frá löngu samdráttarskeiði. Verð á olíutunnu hækkaði um 3,49 dali í New York í dag og var lokaverðið 81,19 dalir. Í Lundúnum hækkaði tunna af Brent Norðursjávarolíu um 3,37 dali og er 77,46 dalir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK