Nóbelsverðlaunahafi telur Breta vísa veginn út úr kreppunni

Paul Krugman sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði í dag og …
Paul Krugman sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði í dag og dálkahöfundur The New York Times.

Það kann að koma Íslend­ing­um spánskt fyr­ir sjón­ir en nýbakaður Nó­bels­verðlauna­hafi í hag­fræði, Banda­ríkjamaður­inn Paul Krugman, velt­ir upp þeirri spurn­ingu í nýj­asta dálki sín­um í New York Times hvort banka­björg­un­ar­leið þeirra „Íslands­vin­anna“ Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Breta og fjár­málaráðherra hans, Al­ista­ir Darling, geti orðið öðrum fyr­ir­mynd við lausn fjár­málakrepp­unn­ar sem nú ríður yfir heims­byggðina.

Hef­ur Gor­don Brown, breski for­sæt­is­ráðherr­ann, bjargað fjár­mála­kerfi heims? spyr Krugman í dálki sín­um í dag.

Hann seg­ir reynd­ar strax á eft­ir að spurn­ing­in sé ótíma­bær þar sem bæði björg­un­araðgerðir í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um séu ekki full­mótaðar og alls óljóst ennþá hvernig og hvort þær muni virka, en engu að síður lýst Krugman greini­lega best á þær leiðir sem bresk yf­ir­völd eru að fara til bjarg­ar fjár­mála­kerf­inu.

Hann seg­ir að þótt Bret­land sé mun minna hag­kerfi en Banda­rík­in og menn tæp­ast átt von á leiðtoga­hlut­verki úr þeirri átt, þá sýn­ist Krugman bresk stjórn­völd hafa skýr­ustu sýn­ina á fjár­málakrepp­una og vera skjót­ir til aðgerða."

Og þessi blanda af skarp­skyggni og ákveðni hef­ur ekki verið að finna hjá öðrum vest­ræn­um rík­is­stjórn­um, síst af öllu hjá okk­ar," seg­ir Krugman.

Hann vík­ur síðan að eðli krepp­unn­ar. Smá­atriðin séu fá­rán­lega flók­in, en grund­vall­ar­atriðin til­tölu­lega ein­föld. Hús­næðis­ból­an hafi sprungið og leitt til mik­il taps hjá öll­um þeim sem keyptu eign­ir tryggðar með fast­eigna­veðum. Þessi töp hafi aft­ur orðið til þess að marg­ar fjár­mála­stofn­an­ir hafi setið uppi með mikl­ar skuld­ir og of lítið fjár­magn til að mæta lánsþörf kerf­is­ins. Fjár­mála­stofn­an­ir í vanda hafi reynt að mæta skuld­um sín­um og auka fé sitt með sölu eigna en þannig keyrt niður eigna­verðið um leið og skert fjár­magn sitt jafn­vel enn frek­ar.

Hvernig má þá spyrna við fót­um í krepp­unni? spyr Krugman svo. Aðstoð við hús­eig­end­ur þó að æski­leg sé, kom ekki í veg fyr­ir mik­il töp vegna slæmra lána og haft áhrif of seint til að slá á yf­ir­stand­andi skelf­ingu. Eðli­leg­ast sé því að grípa til þeirr­ar lausn­ar sem beitt hafi verið til í mörg­um fyrri krepp­um - sem­sé að taka á því vanda­máli sem ónógt laust fjár­magn sé með því að sjá fjár­mála­stofn­un­um fyr­ir meiri fjár­mun­um gegn eig­anda­hlut.

Þessi teg­und þjóðnýt­ing­ar að hluta til, sem oft sé kölluð hluta­fjárinn­spýt­ing, sé sú lausn sem marg­ir hag­fræðing­ar eru helst meðmælt­ir, og þeirra á meðal sé Ben Bernan­ke, seðlabanka­stjóri í Banda­ríkj­un­um eft­ir því sem heim­ild­ir hermi.

Vafn­inga­laust að kjarna máls­ins

Þetta sé sú lausn sem bresk yf­ir­völd hafi valið að fara til að kom­ast að kjarna vand­máls­ins og það hratt og vafn­inga­laust. Brown hafi op­in­berað á miðviku­dag áform um meiri­hátt­ar hluta­fjárinn­spýt­ingu í breska banka og tryggt um leið að bank­ar lánuðu öðrum bönk­um fyr­ir skuld­um þeirra sem væri mik­il­vægt tæki til að koma hreyf­ingu á fjár­mála­kerfið á ný. Og fyrsta veru­lega fjár­veit­ing­in komi strax á mánu­dag, þ.e. í dag, fimm dög­um eft­ir til­kynn­ing­una um þessi áform.

Krugman klikk­ir svo út með þess­um orðum: Til allr­ar ham­ingju fyr­ir efna­hag heims­ins eru Gor­don Brown og sam­starfs­menn hans að gera eitt­hvað af viti og kunna að vera að beina okk­ur veg­inn í gegn­um þessa kreppu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK