Nóbelsverðlaunahafi telur Breta vísa veginn út úr kreppunni

Paul Krugman sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði í dag og …
Paul Krugman sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði í dag og dálkahöfundur The New York Times.

Það kann að koma Íslendingum spánskt fyrir sjónir en nýbakaður Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Bandaríkjamaðurinn Paul Krugman, veltir upp þeirri spurningu í nýjasta dálki sínum í New York Times hvort bankabjörgunarleið þeirra „Íslandsvinanna“ Gordon Brown, forsætisráðherra Breta og fjármálaráðherra hans, Alistair Darling, geti orðið öðrum fyrirmynd við lausn fjármálakreppunnar sem nú ríður yfir heimsbyggðina.

Hefur Gordon Brown, breski forsætisráðherrann, bjargað fjármálakerfi heims? spyr Krugman í dálki sínum í dag.

Hann segir reyndar strax á eftir að spurningin sé ótímabær þar sem bæði björgunaraðgerðir í Evrópu og Bandaríkjunum séu ekki fullmótaðar og alls óljóst ennþá hvernig og hvort þær muni virka, en engu að síður lýst Krugman greinilega best á þær leiðir sem bresk yfirvöld eru að fara til bjargar fjármálakerfinu.

Hann segir að þótt Bretland sé mun minna hagkerfi en Bandaríkin og menn tæpast átt von á leiðtogahlutverki úr þeirri átt, þá sýnist Krugman bresk stjórnvöld hafa skýrustu sýnina á fjármálakreppuna og vera skjótir til aðgerða."

Og þessi blanda af skarpskyggni og ákveðni hefur ekki verið að finna hjá öðrum vestrænum ríkisstjórnum, síst af öllu hjá okkar," segir Krugman.

Hann víkur síðan að eðli kreppunnar. Smáatriðin séu fáránlega flókin, en grundvallaratriðin tiltölulega einföld. Húsnæðisbólan hafi sprungið og leitt til mikil taps hjá öllum þeim sem keyptu eignir tryggðar með fasteignaveðum. Þessi töp hafi aftur orðið til þess að margar fjármálastofnanir hafi setið uppi með miklar skuldir og of lítið fjármagn til að mæta lánsþörf kerfisins. Fjármálastofnanir í vanda hafi reynt að mæta skuldum sínum og auka fé sitt með sölu eigna en þannig keyrt niður eignaverðið um leið og skert fjármagn sitt jafnvel enn frekar.

Hvernig má þá spyrna við fótum í kreppunni? spyr Krugman svo. Aðstoð við húseigendur þó að æskileg sé, kom ekki í veg fyrir mikil töp vegna slæmra lána og haft áhrif of seint til að slá á yfirstandandi skelfingu. Eðlilegast sé því að grípa til þeirrar lausnar sem beitt hafi verið til í mörgum fyrri kreppum - semsé að taka á því vandamáli sem ónógt laust fjármagn sé með því að sjá fjármálastofnunum fyrir meiri fjármunum gegn eigandahlut.

Þessi tegund þjóðnýtingar að hluta til, sem oft sé kölluð hlutafjárinnspýting, sé sú lausn sem margir hagfræðingar eru helst meðmæltir, og þeirra á meðal sé Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum eftir því sem heimildir hermi.

Vafningalaust að kjarna málsins

Þetta sé sú lausn sem bresk yfirvöld hafi valið að fara til að komast að kjarna vandmálsins og það hratt og vafningalaust. Brown hafi opinberað á miðvikudag áform um meiriháttar hlutafjárinnspýtingu í breska banka og tryggt um leið að bankar lánuðu öðrum bönkum fyrir skuldum þeirra sem væri mikilvægt tæki til að koma hreyfingu á fjármálakerfið á ný. Og fyrsta verulega fjárveitingin komi strax á mánudag, þ.e. í dag, fimm dögum eftir tilkynninguna um þessi áform.

Krugman klikkir svo út með þessum orðum: Til allrar hamingju fyrir efnahag heimsins eru Gordon Brown og samstarfsmenn hans að gera eitthvað af viti og kunna að vera að beina okkur veginn í gegnum þessa kreppu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK