Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt allan hlut sinn í finnska farsímafélaginu Elisu. Alls var um 10,4% hlut að ræða og er kaupandinn lífeyrissjóðurinn Varma sem keypti hlutinn á 11,20 evrur á hlut og söluverðið því tæpar 194 milljónir evra.
Lokaverð Elisa var 11,41 evra í finnsku kauphöllinni á föstudag. Í tilkynningu frá Novator kemur fram að ástæðan fyrir sölunni séu erfiðar markaðsaðstæður og því hafi það þótt farsælast að selja hlutinn. Eftir söluna eigi Novator auðveldara með að mæta þeim áskorunum sem félagið stendur fyrir á alþjóðlegum mörkuðum.