Reuters-fréttastofan greinir frá því að ríkisstjórn Íslands hafi ráðið sér lögmenn sem skoði nú hvort íslenska ríkið eigi að fara í mál við bresk stjórnvöld sem hafi mögulega með ummælum sínum og aðgerðum fellt Kaupþing, stærsta banka landsins.
Breska fjármálaráðuneytið sagði í síðustu viku að þau hafi gripið til aðgerða til að verja sparifjáreigendur í Singer & Friedlandar, dótturfélags Kaupþings í London. Lögmaður íslenskra stjórnvalda segir í samtali við Channel 4 að ummæli fjármálaráðherrans hafi mögulega leitt til þess að sparifjáreigendur hafi óttast að eignir þeirra yrðu fyrstar.
Daginn eftir tók íslenska ríkið yfir starfsemi Kaupþings og öll viðskipti í kauphöllinni voru stöðvuð.
„Þeir áttu að hafa vitað það að það þetta myndi leiða til þess að Kaupþing riðaði til falls á Íslandi, sem virðist hafa gerst,“ segir Richard Beresford, hjá lögfræðifyrirtækinu Grundberg, Mocatta og Rakison.
Síðar í dag sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að tengdir aðilar - ekki ríkið - hafi sett sig í samband við lögmenn fyrirtækisins. Sjá fréttina hér.