Stjórnendur breskra bæjar- og sveitastjórna munu funda með stjórnendum í breska fjármálaráðuneytinu og Sverri Hauki Gunnlaugssyni sendiherra Íslands í London á morgun til að ræða þá fjármuni sem bresk sveitafélög fjárfestu í íslenskum bönkum.
Starfsmenn breska fjármálaráðuneytisins hafa samkvæmt dagblaðinu The Guardian tilkynnt að eftir viðræður hér á Íslandi um helgina að vel hafi gengið að semja um endurgreiðslu á innlögnum einstaklinga en að ekki liti eins vel út með stærri innlagnir opinberra stofnana sem ekki eru tryggðar af breskum yfirvöldum.
Local Government Association (LGA) eru regnhlífarsamtök bæjar- og sveitafélaga í Englandi og Wales og hefur Guardian heimildir fyrir því að ef ekki fást loforð um að þeirra greiðslur fái forgang þá muni stjórn LGA halda rakleiðis á fund íslensku ríkisstjórnarinnar í Reykjavík.
LGA vildi draga úr þeim orðrómi að ekki yrði unnt að greiða starfsfólki laun fyrir þennan mánuðinn í kjölfar bankakreppunnar á Íslandi en þó var viðurkennt að smærri sveitafélög gætu þurft skammtímalán eða fjárhagsaðstoð.