250 milljarðar dala til bandarískra banka

Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, og Henry Paulson, fjármálaráðherra hans, munu í dag kynna björgunaráætlun fyrir bandaríska banka. Í því felst að allt bandaríska ríkið mun kaupa hlutafé í þúsundum bandarískra banka fyrir alls um 250 milljarða dala en féð kemur úr 700 milljarða dala björgunarsjóði sem stofnaður var nýlega.   

Að sögn blaðsins The New York Times fá bankarnir Citigroup og JPMorgan Chase fá 25 milljarða dala hvor banki,  Bank of America og Wells Fargo 20 milljarða hvor, Goldman Sachs og  Morgan Stanley 10 milljarða hvor og  Bank of New York Mellon og State Street  2-3 milljarða. 

Samkvæmt áætluninni mun bandaríska ríkið einnig ábyrgjast millibankalán, sem nánast hafa þornað upp.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK