Annar stærsti banki Rússa biður um ríkisaðstoð

Hótel Úkraína í Moskvu.
Hótel Úkraína í Moskvu. Reuters

VTB, annar stærsti bankinn í Rússlandi, mun óska eftir aðstoð rússneska ríkisins við að endurfjármagna erlend lán sín á þessu og næsta ári. Á móti ætlar bankinn að skera niður rekstrarkostnað um 15-20% til loka ársins.

Blaðið Moscow Times segir, að féð muni koma úr 50 milljarða dala sjóði, sem rússneska ríkið hafi sett á stofn til að aðstoða fjármálastofnanir í fjármálakreppunni en fénu á fyrst og fremst að verja til að greiða erlendar skuldir banka. 

Haft er eftir Andrei Kostin, forstjóra VTB, að bankinn þurfi að endurgreiða 9 milljarða evra í erlendum lánum á næsta ári og 2,4 milljarða evra það sem af er þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK