Engin viðskipti með fjármálafyrirtækin

Ásdís Ásgeirsdóttir

Viðskipti hefjast með hlutabréf í Kauphöll Íslands klukkan tíu í dag en lokað hefur verið fyrir viðskipti þar frá því 9. október. Ekki verður hægt að eiga viðskipti með fjármálafyrirtækin sex sem lokað var fyrir viðskipti með þann 6. október sl. Um er að ræða Glitni, Kaupþing, Landsbankann, Exista, SPRON og Straum.

Þau fyrirtæki sem hægt verður að eiga viðskipti með eru: Alfesca, Atlantic Airways, Atlantic Petroleum, Atorka Group, Bakkavör Group, Eik Banki, Føroya Bank, Eimskipafélag Íslands, Icelandair Group, Marel, Nýherji, Sláturfélag Suðurlands, Teymi, Vinnslustöðin og Össur.

Þess má geta að Atorka, Teymi og Vinnslustöðin hafa öll óskað eftir afskráningu úr kauphöllinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK