Gjaldeyrisskiptasamningar virkjaðir

Seðlabankinn hefur í dag dregið á gjaldmiðlaskiptasamninga að fjárhæð 400 milljónir evra, 60 milljarða króna. Dregið hefur verið á gjaldmiðlaskipta­samninga sem gerðir voru við seðlabanka Danmerkur og Noregs, og nemur hvor ádráttur 200 milljónum evra.

Seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur gerðu í maí tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. Hver samningur um sig veitti aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða alls 1,5 milljörðum evra.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði við mbl.is í síðustu viku, að það hafi verið stefnan, að umræddir samningar yrðu ekki virkjaðir nema upp kæmi neyðarþörf fyrir gjaldeyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK