Green: Einhver mun kaupa eignir Baugs

Meðal verslana sem Baugur á í Bretlandi er leikfangaverslunin Hamley´s
Meðal verslana sem Baugur á í Bretlandi er leikfangaverslunin Hamley´s Golli

Breski kaupsýslumaðurinn Philip Green, sem hefur boðist til þess að kaupa hluta af starfsemi Baugs í Bretlandi sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í morgun að ef kaupunum verður þá muni það skýrast innan eins eða tveggja sólarhringa. „Einhver mun kaupa þetta, hvort sem það verður ég eða einhver annar," sagði Green í viðtali við Jeff Randall á Sky.

Hann ítrekaði í viðtalinu að ekkert væri að rekstri fyrirtækja Baugs í Bretlandi og sagði að hann hefði boðist til þess að lána þeim peninga ef þeir þyrftu.

Green segir að ríkisvæðing bankanna Royal Bank of Scotland, HBOS og Lloyds TSB, að hluta, muni bæði róa markaðinn og almenning og sagðist vera bjartsýnn á ástand mála í verslunarrekstri.  Fólk muni kaupa inn fyrir jólin, gafir handa börnum sínum og fjölskyldu. Jólin muni koma þrátt fyrir allt.

Hann varaði hins vegar við því að næsta ár gæti reynst þungt í skauti. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK