Andvirði hlutabréfa í kauphöllum heimsins hefur fallið um 10.900 milljarða dollara (1.208.592 milljarða króna) á undanförnum fjórum vikum samkvæmt samantekt, sem birtist í nýjasta tölublaði þýska vikublaðsins Der Spiegel.
Í blaðinu er einnig vitnað til spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að afskriftir um allan heim vegna fjármálakreppunnar muni nema 1.400 milljörðum dollara (155.232 milljarða króna).
Blaðið spyr hversu lengi neyðarástandið muni vara og setur fram tilgátu um að Kínverjar eða olíuríkin við Persaflóa geti slegið á spennuna með því að nota peninga úr hinum svokölluðu þjóðarsjóðum til fjárfestinga. Í það minnsta virðist árangur af því að ríkisstjórnir á Vesturlöndum dæli fé út í hagkerfið ætla að láta á sér