Lífeyrissjóðir senda erindi um Kaupþing

Forsvarsmenn fimm lífeyrissjóða munu í hádeginu senda Fjármálaeftirlitinu bréf þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um á kaup á eignum og rekstri Kaupþing. Um er að ræða Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóð, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Stafi.

Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði í gær að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna telji að mikil verðmæti  og þekking séu fólgin í Kaupþingi. Þeir sjái í þessum viðskiptum möguleika til ávinnings sem kæmi sjóðfélögum lífeyrissjóðanna til góða.

Ekki er gert ráð fyrir því nú að lífeyrissjóðirnir eigi meira en 51% aðild í kaupunum og að fyrst og fremst sé um að ræða innlenda hlutann bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka