Sjeik hættir við Alfesca

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca mbl.is/Árni Sæberg

Sj­eik Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírs­ins af Kat­ar, og stjórn Al­fesca, hafa náð sam­komu­lagi um að fjár­fest­inga­fé­lag Al-Thani falli frá kaup­um á 850 millj­ón hlut­um í Al­fesca eða um 12,6%. Í síðasta mánuði var greint frá kaup­um hans á 5% hlut í Kaupþingi á 25,6 millj­arða króna.

„Sam­komu­lag hef­ur náðst á milli stjórn­ar Al­fesca og Q Ice­land Hold­ing ehf. (áður ELL 162 hf.) fjár­fest­ing­ar­fé­lags í eigu hans há­tign­ar Sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, um að falla frá fyr­ir­hugaðri áskrift að 850.000.000 hlut­um í Al­fesca í ljósi hins óvenju­lega fjár­hags­lega óróa og þeirr­ar óvissu sem rík­ir á hinum ís­lenska fjár­mála­markaði og mik­ill­ar veik­ing­ar ís­lensku krón­unn­ar, þar til markaður­inn verður stöðugri.

Í bréfi til stjórn­ar Al­fesca hef­ur hans há­tign ít­rekað stuðning sinn og áhuga á Al­fesca sem lang­tíma­fjár­fest­ingu og staðfest vilja sinn til að halda áfram að vinna með fé­lag­inu verði tæki­færi til þess. Í ljósi ríkj­andi aðstæðna hef­ur stjórn­in ákveðið að fresta aðal­fundi fé­lags­ins, sem átti að halda mánu­dag­inn 20. októ­ber n.k., til þriðju­dags­ins 18. nóv­em­ber n.k. Nán­ari upp­lýs­ing­ar varðandi fund­inn verða kynnt­ar þegar fram líða stund­ir," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Al­fesca til Kaup­hall­ar Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK