Spá 4-5% atvinnuleysi

Greining Glitnis spáir því að allsnarpur samdráttur verið hér á landi árið 2009  með verulegri aukningu atvinnuleysis samfara mikilli verðbólgu í upphafi árs. Reikna má með því að samdrátturinn geti verið á bilinu 3%-7%, verðbólgan verði við upphaf næsta árs á bilinu 15%-20% og að atvinnuleysi fari á skömmum tíma í 4%- 5%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningar Glitnis um fjármálakreppur.

Verðbólgan mun hins vegar hjaðna hratt ef krónan gefur ekki enn meira eftir og aðilar vinnumarkaðarins elta ekki verðbólguna með launahækkun. Viðskiptahallinn ætti að hverfa fljótt og erlend skuldastaða batna. Skilyrði í hagkerfinu gætu orðið töluvert hagfelldari strax árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK