2,5% atvinnuleysi á þriðja fjórðungi

Á þriðja ársfjórðungi 2008 voru að meðaltali 4800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 2,5% vinnuaflsins, að sögn Hagstofunnar. Atvinnuleysi mældist 2,6% hjá körlum og mjög svipað eða 2,5% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 4,8%. 

Á þriðja ársfjórðungi 2007 mældist atvinnuleysi 2,1%. Atvinnuleysi mældist þá 1,6% hjá körlum og 2,7% hjá konum. Atvinnuleysi var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 5,2%.

Atvinnulausir teljast þeir sem ekki hafa atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið vinnu sem hefst innan 3 mánaða. Einstaklingar, sem eru ekki í vinnu en eru í námi, flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að ofan.

Af þeim sem voru atvinnulausir á þriðja ársfjórðungi 2008 voru nær 1.000 búnir að finna vinnu sem hefst síðar, eða 20,3%. Tæp 1.600 manns eða 33,5% voru búnir að leita skemur en einn mánuð að vinnu. Af þeim sem voru atvinnulausir höfðu um 300 manns, eða 5,7% leitað að vinnu í 6 mánuði eða lengur.

Á þriðja ársfjórðungi 2008 var meðalfjöldi vinnustunda 43,6 stundir hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 48,2 stundir hjá körlum en 37,3 stundir hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 47,1 stundir, 49,8 stundir hjá körlum en 42,5 stundir hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í hlutastarfi voru 25,4 stundir, 24,4 stundir hjá körlum en 25,7 stundir hjá konum.

Á þriðja ársfjórðungi 2007 var fjöldi vinnustunda 43,3 stundir, 47,6 stundir hjá körlum en 37,4 stundir hjá konum. Þeir sem voru í fullu starfi unnu 47,1 stundir að jafnaði en þeir sem voru í hlutastarfi unnu að jafnaði 26 stundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK