Baugseignum líkt við fullan pott af spaghetti

Baugur
Baugur

Fjárfestingafyrirtækið Alchemy Partners undir forystu John Moulton virðist hafa tekið forystuna í kapphlaupinu um að eignast hluti íslensku bankanna í fyrirtækjum Baugs á Bretlandi, að því er vefur The Times greinir frá.

Moulton er vel þekktur í breskum fjármálaheimi og hann er sagður hafa verið í beinu sambandi við stjórnendur Mosaic tískuverslunarkeðjunnar og House of Fraser. Er Moulton sagður í miklum tengslum við forstjóra Mosaic sem sé mikið í mun að veldi sitt - með Whistles og Karen Millen innanborðs - falli ekki í hendur Philip Green sem var hér á landi fyrr í vikunni til viðræðna við íslensk stjórnvöld um kaup á eignum og skuldum bankanna í fyrirtækjum Baugs.

The Times segir að Green hafi vaknað upp við þær fréttir í morgun að hann hefði fengið harða samkeppni um að eignast hluti í fyrirtækjaveldi Baugs á Bretlandi með m.a. mikil ítök í Debenhams og Hamleys.

Philip Green lét sér hins vegar vel líka við samkeppnina um Baug í samtali við The Times í morgun og sagði að þetta þýddi að Baugi væri borgið frá gjaldþroti. „Þetta er gott vegna þess að fyrirtækið fer þá ekki í gjaldþrotameðferð,“ sagði hann. „Fyrir mér vakti aðeins að tryggja að verslanirnar væru öruggar.“

Fjárfestingarfyrirtæki á borð við Texas Pacific Group, Alchemy, Permira og Blacstone eru öll sögð hafa huga á að ná Baugi úr greipum Green, en The Times segir mögulega bjóðendur séu nokkuð ringlaðir yfir því hverjir raunverulega eigi fyrirtækin vegna þess að eignir og skuldir þeirra séu svo tvístruð.

„Þetta er eins og horfa ofan í pott fullan af spaghettí,“ hefur blaðið eftir einum forstjóranum.

Sagt er að Texas Pacific Group sé nú þegar tilbúið með gamalreyndan stjórnanda á smásölumarkaðinum ef svo fer að fyrirtækið hreppi Baug.

Texas Pacific - en forstjóri þess í Evrópu, Philippe Costeletos, keypti verslunarkeðjuna Debenham á sínum tíma og setti síðan á markað - er sagður ætla í fullri alvöru að hjóla í sir Philip Green í slag um Baug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK