Belgar vilja

Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu.
Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu. Reuters

Belgísk stjórnvöld vilja tryggja áframhaldandi rekstur Kaupþings þar í landi en þúsundir Belga eiga innistæður í bankanum. Fram kom hjá fjármálaráðherra Belgíu í samtölum við blaðamenn í Brussel í dag, að Yves Leterme, forsætisráðherra Belga, ætli að koma til Íslands á föstudag til viðræðna við Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og kanna hvernig hann geti orðið Íslendingum að liði. 

Didier Reynders, fjármálaráðherra Belgíu, sagði við blaðamenn að ríkisstjórn hans, sem þegar hefur komið tveimur bönkum í Belgíu til aðstoðar, sé reiðubúin til að bjarga Kaupþingi.

„Við erum að kanna hvað við getum gert með inngripi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins," er haft eftir Reynders á vef breska blaðsins Guardian í dag.

„Við erum algerlega reiðubúnir til að tryggja áframhaldandi rekstur bankans svo allir sparifjáreigendur haldi 100% af innistæðum sínum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK