Jákvæð skref Seðlabankans

Greining Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag, að þau skref, sem Seðlabankinn steig í morgun varðandi gjaldeyrisviðskipti hljóti að teljast jákvæð og minnka talsvert hættu á vöruskorti innanlands og verulegum skakkaföllum í útflutningi.

Greining Glitnis segir, að nokkuð sé í að hægt verði að eiga óhindruð viðskipti með erlenda gjaldmiðla hér á landi og því full þörf á að koma þeim takmörkuðu viðskiptum, sem nú eigi sér stað í fastar skorður, hafi verið stigin mikilvæg skref með gjaldeyrisuppboði Seðlabankans í morgun.

„ Um er að ræða mun markvissara fyrirkomulag en verið hefur frá því að gjaldeyriskreppa skall á Íslendingum í upphafi mánaðarins. Standa vonir okkar til að ofangreindar aðgerðir, ásamt frekari styrkingu gjaldeyrisforðans með lántöku frá Rússum og/eða aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hvort sem er með eigin lánveitingu eða milligöngu um lán frá öðrum aðildarríkjum, muni minnka talsvert hættu á vöruskorti innanlands og verulegum skakkaföllum í útflutningi. Þessi skref Seðlabankans hljóta því að teljast jákvæðar fréttir," segir í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK