Krónumarkaðir freðnir sem fyrr

Þrátt fyrir loforð um annað er enn engin hreyfing komin á gjaldeyrismarkaði og staða krónunnar er jafnveik og áður. Nokkrir þröskuldar standa í veginum fyrir því að markaðir geti tekið við sér á ný, að sögn viðmælenda Morgunblaðsins.

Erlendir bankar vilja engin viðskipti eiga við þrotabú Glitnis og Kaupþings og er ekki við því að búast að markaðir liðkist fyrr en nýir bankar hafa tekið til starfa.

Þá þarf að taka á gjaldeyrisskorti í landinu áður en markaður með krónur verður virkur á ný. Verður sá vandi líklega ekki leystur nema með lántöku, annaðhvort frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða Rússlandi, eins og áður hefur verið greint frá.

Þriðji þröskuldurinn er sagður sá að íslenska fjármálakerfið, þar með talinn Seðlabanki Íslands, hefur tapað stórum hluta þess trausts, sem erlendir fjárfestar og bankar báru til þess. Morgunblaðið hefur áður greint frá viðræðum við bandaríska bankann JP Morgan um að hann ábyrgist viðskipti með íslenskar krónur. Aðkoma hans er sögð nauðsynleg vegna þess að erlendir aðilar beri ekki nægilegt traust til íslenskra aðila. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka