Minna og grennra deCODE

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Július

Verið er að end­ur­skipu­leggja rekst­ur deCODE, móður­fé­lag Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef fé­lags­ins að skerpa eigi sýn starf­sem­inn­ar, selja eign­ir sem ekki tengj­ast kjarn­a­starf­semi og styrkja vöruþróun.

Á vef deCODE seg­ir að á síðustu árum hafi fyr­ir­tækið nýtt sér þá þekk­ingu, sem það býr yfir í lyfja­efna­fræði, líf­efna­fræði og erfðagrein­ingu, til að þróa vör­ur og rann­sókn­ir bæði í lækn­inga­fræði og erfðafræðilegri sjúk­dóms­grein­ingu. Mark­mið end­ur­skoðunar starf­sem­inn­ar nú sé að há­marka virði þess­ara eigna fyr­ir hlut­hafa með því að skerpa sýn fyr­ir­tæk­is­ins.

Hef­ur deCODE ráðið Stan­ford Group Comp­any til að aðstoða við að meta mögu­leik­ana og tryggja að hægt verði að vinna hratt þegar niður­stöðurn­ar liggja fyr­ir.

„Við erum að skapa minna og grennra deCODE sem mun ein­beita sér að einni teg­und starf­semi," seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, í til­kynn­ing­unni.

Heimasíða deCODE

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka