Olían niður fyrir 75 dali

Reuters

Olíu­verð fór niður fyr­ir 75 dali á tunnu í dag og hef­ur ekki verið lægra í 13 mánuði. Sam­fara þessu hef­ur OPEC, sam­tök ol­íu­ríkja, lækkað spá sína fyr­ir eft­ir­spurn fyr­ir árið 2009 vegna fyr­ir­sjá­an­legs efna­hags­sam­drátt­ar í heim­in­um.

Olíu­verð hef­ur nú hrapað um 49% frá því að það var hæst í 147,27 dal­ir á tunnu hinn 11. júlí sl.

Sam­kvæmt spá OPEC er nú gert ráð fyr­ir að hinar ríku þjóðir heims muni þurfa aðeins um 400 þúsund tunn­um meira af olíu á dag á næsta ári held­ur en á yf­ir­stand­andi ári en spurn eft­ir olíu frá þró­un­ar­lönd­um muni aukast um 1,1 millj­ón tunna þar sem mest­ur hluti aukn­ing­ar­inn­ar muni fara til Kína, Miðaust­ur­landa og Ind­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK