Olíuverð fór niður fyrir 75 dali á tunnu í dag og hefur ekki verið lægra í 13 mánuði. Samfara þessu hefur OPEC, samtök olíuríkja, lækkað spá sína fyrir eftirspurn fyrir árið 2009 vegna fyrirsjáanlegs efnahagssamdráttar í heiminum.
Olíuverð hefur nú hrapað um 49% frá því að það var hæst í 147,27 dalir á tunnu hinn 11. júlí sl.
Samkvæmt spá OPEC er nú gert ráð fyrir að hinar ríku þjóðir heims muni þurfa aðeins um 400 þúsund tunnum meira af olíu á dag á næsta ári heldur en á yfirstandandi ári en spurn eftir olíu frá þróunarlöndum muni aukast um 1,1 milljón tunna þar sem mestur hluti aukningarinnar muni fara til Kína, Miðausturlanda og Indlands.