Örlagaríkt lán á gjalddaga

„Ég á ekki von á því,“ seg­ir Árni Tóm­as­son, formaður skila­nefnd­ar Glitn­is, spurður hvort til standi að greiða 500 millj­óna evra lán sem bank­inn tók og er á gjald­daga í dag.

Fyrr­ver­andi stjórn­end­ur Glitn­is hafa greint frá því að þeir sáu ekki fram á að geta greitt þetta lán. Búið var að loka á aðgang bank­ans að lausa­fé. Fyr­ir 20 dög­um var því tek­in ákvörðun um að ganga á fund Davíðs Odds­son­ar seðlabanka­stjóra og biðja um lán til þrauta­vara. Hröð at­b­urðarás fór af stað sem endaði á því að á mánu­deg­in­um 29. sept­em­ber ákvað ríkið að leggja til bank­ans 600 millj­ón­ir evra og eign­ast 75% hlut.

Árni seg­ir að nú sé verið að skoða hvað verði gert við all­ar skuld­ir Glitn­is. Því sé þetta mál í bið og ekki gert ráð fyr­ir að lánið verði greitt í dag.

Fáa óraði fyr­ir hvaða at­b­urðarás færi af stað eft­ir ákvörðun Seðlabanka og rík­is­stjórn­ar um að taka Glitni yfir. Láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs og bank­anna var lækkuð í kjöl­farið. Þá varð fjár­mögn­un þeirra banka sem eft­ir stóðu og voru í einka­eign, Lands­bank­ans og Kaupþings, erfið.

Föstu­dags­kvöldið 3. októ­ber var ljóst að for­send­ur fjár­mögn­un­ar Lands­bank­ans í Seðlabanka Evr­ópu voru breytt­ar. Reynt var að bregðast við því þá um helg­ina.

Mánu­dags­kvöldið 6. októ­ber voru neyðarlög samþykkt á Alþingi sem veitti fram­kvæmda­vald­inu nán­ast ótak­markaðar heim­ild­ir til að grípa inn í rekst­ur fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Þriðju­dags­morg­un­inn 7. októ­ber var Lands­bank­inn tek­inn yfir af stjórn­völd­um. Þá var stjórn Glitn­is sett af að kvöldi sama dags.

Ná­lægt miðnætti 8. októ­ber var síðan ljóst að Kaupþing færi sömu leið. bjorg­vin@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK