Vaxandi ótti við efnahagslægð í heiminum

Hlutabréfavísitalan Dow Jones á töflu kauphallarinnar í New York í …
Hlutabréfavísitalan Dow Jones á töflu kauphallarinnar í New York í kvöld. Reuters

Hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu snar­lækkuðu í dag vegna vax­andi ótta fjár­festa við að fjár­málakrepp­an í heim­in­um leiddi til efna­hags­lægðar víða um heim.

Dow Jo­nes-vísi­tal­an í New York lækkaði um 7,87% og er það mesta lækk­un í pró­sent­um á ein­um degi frá ár­inu 1987. Nas­daq vísi­tal­an lækkaði um 8,47% og er 1628 stig. Gengi hluta­bréfa deCODE lækkaði um 17,57% og er nú 38 sent.

Hluta­bréfa­vísi­tal­an FTSE 100 í London lækkaði um 7,16%, CAC 40-vísi­tal­an í Par­ís um 6,82% og DAX í Frankfurt um 6,49%.

„Hag­kerfi heims­ins stefn­ir enn í lægð þrátt fyr­ir til­raun­irn­ar til að bjarga fjár­mála­mörkuðum heims­ins,“ sagði Carl Wein­berg, aðal­hag­fræðing­ur High Frequ­ency Economics í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK