Spáir 75% verðbólgu á næstunni

mbl.is/Ómar

Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank, segir að gengishrun krónunnar, sem hafi leitt til þess að viðskiptalíf á Íslandi sé nánast stopp, leiði til 10% efnahagssamdráttar á Íslandi þar til fjármálakreppunni linnir. Þá segist hann búast við allt að 75% verðbólgu á næstu mánuðum.

Þetta kemur fram í viðtali fréttavefjar Bloomberg við Christensen. Hann segir, að vaxtalækkun Seðlabankans í morgun hafi engin áhrif á íslenska hagkerfið.

„Ég er ekki sérstaklega hrifinn af þeim ákvörðunum sem þeir, sem stjórna peningamálum á Íslandi, hafa tekið í þessari stöðu. Þetta minnir á tilraunirnar í síðustu viku til að festa gengi gjaldmiðilsins."

„Þetta (vaxtalækkunin) er aðeins táknræn aðgerð," bætir Christensen við. „Það er nokkuð mótsagnakennt að Seðlabanki, sem hefur verðbólgumarkmið, sé að lækka vexti þegar allt stefnir í 75% verðbólgu."

Bloomberg hefur eftir Beat Siegenthaler hjá TD Securities í Lundúnum, að engin viðskipti hafi átt sér stað með krónuna utan Íslands þessa vikuna og verðgildi hennar sé áfram „óákveðið,". 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK