Baugur hefur sent mbl.is leiðréttingu á frétt sem birtist á vefnum í morgun þar sem haft er eftir heimildamanni Times úr hópi bankamanna sagði að smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins (cash cow).
Í leiðréttingu sem Baugs kemur fram að Baugur á engar verslanir á Íslandi. „Allar eignir félagsins eru utan Íslands og að langmestu leyti í Bretlandi, og svo Norðurlöndum og Bandaríkjunum," að því er segir í leiðréttingu frá Baugi.
Í sumar var greint frá því að Gaumur, fjárfestingarfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans, hafi tekið við eignarhaldinu á Högum, sem á meðal annars Hagkaup, Bónus og 10-11, af Baugi. Stærsti eigandi Baugs er Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hans.