Baugur á engar eignir á Íslandi

Baugur Group
Baugur Group mbl.is/Kristinn

Baugur hefur sent mbl.is leiðréttingu á frétt sem birtist á vefnum í morgun þar sem haft er eftir heimildamanni Times úr hópi bankamanna sagði að smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins (cash cow).

Í leiðréttingu sem Baugs kemur fram að Baugur á engar verslanir á Íslandi. „Allar eignir félagsins eru utan Íslands og að langmestu leyti í Bretlandi, og svo Norðurlöndum og Bandaríkjunum," að því er segir í leiðréttingu frá Baugi.

Í sumar var greint frá því að Gaumur, fjárfestingarfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans, hafi tekið við eignarhaldinu á Högum, sem á meðal annars Hagkaup, Bónus og 10-11, af  Baugi. Stærsti eigandi Baugs er Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK