Bretar kunna að skipa skiptastjóra yfir Landsbankann

Icesave reikningar Landsbankans hafa haft miklar afleiðingar.
Icesave reikningar Landsbankans hafa haft miklar afleiðingar. Retuers

Bresk stjórnvöld íhuga að setja skiptastjóra yfir eignir Landsbankans í Bretlandi. Er endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young reiðubúið til að grípa inn í reksturinn að sögn blaðsins Times.

Blaðið segir, að verði Landsbankinn í Bretlandi  settur í greiðslustöðvun muni það skaða enn frekar diplómatísk samskipti Íslands og Bretlands og einnig flækja hugsanleg tilboð í Baug í Bretlandi.

Times segir, að bresk stjórnvöld kunni að reyna að leggja hald á og selja eignir Landsbankans til að endurheimta fé, sem bresk sveitarfélög lögðu á innlánsreikninga bankans. Rekstur Landsbankans sé nú í höndum íslenskra stjórnvalda.  

Þá segir blaðið, að breski kaupsýslumaðurinn Philip Green hafi beðið bresk stjórnvöld um stuðning í tilraunum sínum til að kaupa skuldir Baugs og ná þannig yfirráðum yfir rekstri félagsins í Bretlandi.

Daily Telegraph fjallar einnig um Baug í dag og fullyrðir, að framkvæmdastjórnir nokkurra félaga í eigu Baugs í Bretlandi séu að skoða möguleika á að kaupa hlut Baugs.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka