Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að peningamarkaðssjóðir rekstrarfélaga verðbréfasjóða hafa ekki heimild til að fjárfesta í hlutabréfum, hvorki innlendra né erlendra.
Fjármálaeftirlitið fylgist reglulega með fjárfestingum peningamarkaðssjóða og hafa engar fjárfestingar verið í hlutabréfum. Þá er staðfest að engin hlutabréf er að finna í núverandi eignasafni þeirra.