Gott uppgjör hjá Google

AP

Hagnaður banda­rísku net­veit­unn­ar Google jókst um 26% á þriðja árs­fjórðungi miðað við sama tíma­bil í fyrra og var mun meiri en sér­fræðing­ar höfðu gert ráð fyr­ir. Þykir þetta renna stoðum und­ir full­yrðing­ar for­stjóra fé­lags­ins, að aug­lýs­inga­kerfi Google virki vel þótt dragi úr um­svif­um í hag­kerf­inu.

Hagnaður Google nam 1,35 millj­örðum dala eða 4,24 döl­um á hlut en var 1,07 millj­arðar dala , 3,38 dal­ir á hlut, á sama tíma­bili í fyrra. Google sagði, að ef ekki hefðu komið til greiðslur vegna kauprétt­ar­á­kvæða starfs­manna hefði hagnaður­inn numið 4,92 döl­um á hlut.

Tekj­ur Google námu 5,54 millj­örðum dala og juk­ust um 31% milli ára. Eft­ir að hafa dregið frá aug­lýs­ingaum­boðslaun námu tekj­urn­ar 4,04 millj­örðum, um 20 millj­ón­um dala und­ir áætl­un­um sér­fræðinga.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka